Skip to content


DIY PRADA MARFA INSPIRED

Við vorum að breyta íbúðinni okkar og allt í einu var þessi risastóri fjólugrái veggur laus fyrir ofan nýja sófann og þá var bara að finna réttu hugmyndina. Ég skoðaði ýmislegt á netinu og komast að þeirri niðurstöðu að Prada Marfa skilti kæmi best út. Þar sem það kostar yfir 50.000 kr að panta upprunalega plaggatið ákvað ég að kalla saman A teamið (Edda; nákvæmnisvinna, Rebekka; tækni og stærri handtök) og gera bara DIY úr þessu. Ég fann nokkrar aðferðir á netinu og sameinaði það sem hentaði okkur best. Prada Marfa er búð sem er varanlegt listaverk sem var hannað og byggt af Skandinavísku listamönnunum Michael Elmgreen og Ingar Dragset árið 2005. Búðin er full af alvöru Prada munum frá haustlínunni 2005. Ég varð strax forvitin um plaggatið þegar ég sá það í Van Der Woodsen þakíbúðinni í Gossip Girl og nú á ég mitt eigið. Þetta er nokkuð einfalt og ekki dýrt svo með smá fyrirhöfn munt þú eignast svona líka. 100×140 cm strigi kostaði 5000 kr í BYKO, málningin kostaði 500 kr hvor (svört og hvít) og ég notaði svo pensla, límband, prentara og penna sem ég átti. Heildarkostnaður var því 6000 kr.

Rebekka and I were changing our apartment and all of a sudden this purple-gray wall was completely blank. Then all we needed was an idea. I looked at some things online and found that a Prada Marfa sign would do to trick. Ordering the original costs about 500 dollars so I decided I would do it myself. I got the A team together ( Edda for precision work and Rebekka for computer work and bigger handy work. I found some DIY’s online and used some tips from a few of them. Prada Marfa is a permanent art installation designed and built by Scandinavian artists Michael Elmgreen and Ingar Dragset in 2005.  The shoes and bags are real Prada items from the Fall 2005 collection. The 100×140 canvas was 5000 isk in BYKO and the paint 500 isk each so the total cost was 6000 isk (since I had brushes, tape,a printer and a pen already). 

prada marfa house

Prada Installation / Marfa

prada marfa gossip girl

Gossip Girl penthouse  

Screen shot 2014-01-10 at 2.16.32 AM

pradamarfasign

 

  Screen shot 2014-01-18 at 2.54.33 PM

Tómur veggur. / Empty wall.

Screen shot 2014-01-18 at 3.06.37 PM

1. Mála strigann með 2 umferðum af hvítri málningu. / Paint the canvas 2x with white paint.

2. Finndu  mynd af skiltinu, opnaðu hana í tölvunni þinni og “klipptu” hvern staf fyrir sig út og settu í word. Svo stækkarðu það í réttum hlutföllum og prentar út. / Find a picture of the sign, open it in your computer, and crop out every letter and open it in word. Then you enlarge it proportionality and print them out.  

3. Klippa þá út og taka af pixlaða kanta, með miklinni nákvæmni. / Cut them out and trim of the pixels with grate precision and be sure to keep your desired shape.  

Screen shot 2014-01-20 at 12.08.43 PM

4. Raða stöfunum upp að fyrirmynd og lima stafina niður (gott að líma þar sem auðvelt er að filla upp í með blýanti). / Line up the litters and tape them down (make sure to only put tape in places that are easy to fill in).

Screen shot 2014-01-18 at 3.12.42 PM  Screen shot 2014-01-18 at 3.25.44 PM Screen shot 2014-01-18 at 3.26.16 PM

5. Strika í kringum stafina með blýanti. / Line the letters with a pencil. 

Screen shot 2014-01-18 at 3.26.32 PM

Screen shot 2014-01-18 at 3.26.48 PM

6. Strikaðu útlínurnar á stöfunum með mjóum tússpenna. / Do the outlines of the letters with a thin sharpie. 

7. Mála inn í stafina með mjóum pensli (jafnvel eyeliner bursta ef þú ert vel kunnug slíkum og fylltu upp í breiðustu stafina með breiðari bursta, muna bara að þrýfa hann vel strax. Við notuðum Real Tequniques bursta). / Paint in the letters with a small pencil and the bigger ones with a bigger brush in the middle. (even an eyeliner pencil if you are familiar with one, just remember to clean it right away. We used Real Tequnique ones)

Screen shot 2014-01-18 at 3.27.02 PM

8. Hreinsa upp svart kám á striganum með hvítri málningu (við notuðum hyljarabursta því það meikaði sens). / Clean up any black smears of the canvas with white paint, we used concealer brushes because that made sense.

9. Hengja upp strigann, sniðugt er að nota Command fyrir myndir , fæst hér. Þá þarf ekki að negla í vegginn. / Hang the canvas, we used Command so we wouldn’t need to ruin the wall.

Screen shot 2014-01-19 at 6.26.54 PM

Screen shot 2014-01-19 at 6.28.04 PM Screen shot 2014-01-19 at 6.28.04 PM

-VeniVidiVisa

Posted in ART, DIY.

Tagged with , , , , , , , , , , , , , .


2 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.

  1. Bergdís Eva says

    hæhæ hvar fenguði flottu diskana sem eru á borðinnu ?Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.