Skip to content


WHEN YOU’RE 22 YOU’RE FUN

Á miðvikudaginn síðasta átti ég afmæli. Ég tek afmælisdaga mjög hátíðlega, mína eigin og annarra í kringum mig. Eina vandamálið við minn afmælisdag síðustu ár er að ég er alltaf í prófum. Það var ekkert öðruvísi þetta árið en ég reyndi að gera eins gott úr deginum og ég gat sem var nú ekki erfitt þar sem ég á svo dásamlegt fólk sem er til í að fórna tímanum sínum til þess að gleðjast með mér. Dagurinn byrjaði á því að ég fékk afmælispakka beint í rúmið frá minni heittelskuðu Jóhönnu sem gaf mér fáránlega flotta skó. Hversu hentugt þar sem síðustu vikur hef ég ekki gert annað en að væla um að ég eigi enga skó. Ég fékk líka ótrúlega fallegar rósir og kort. Já og ekki gleyma hálsmeninu sem ég hætti ekki að tala um hér og hér. Ég fékk svo nokkrar sætar vinkonur til mín í brunch sem Jóhanna henti upp eins og ekkert væri. Rjúkandi heit croissant, fullkomið parfait og bakarísmatur, gæti ekki verið betra. Eftir það þóttist ég vera að læra í smá stund og fór svo á kaffihús með systur minni, Viktoríu dóttur hennar og nýskírðri guðdóttur minni, Alexöndru. Hversu næs að tjilla á te og kaffi á skólavörðustíg að drekka soya gibson með karmellusírópi, að gæða mér á sörum og á sama tíma er allt í snjó og jólaljósum í kring. Á leiðinni heim kom ég við hjá móður minni og föður til þess að vitja afmælispakkans míns að sjálfsögðu, nældi mér í jólaöl og piparkökur í leiðinni. Vil samt taka fram að ég vil ekki tengja afmælisdaginn minn við jólin, bara alls ekki. Jóhanna bauð mér svo á Hornið í kvöldmat, hvergi annars staðar er hægt að fá jafn góðan Calzone. Furðulegt líka hversu gott kjúklingasalatið þeirra er sem Jóhanna fékk sér. Ég myndi reyndar ekki fá mér salat, fyrir mér er það ekki matur. Ég endaði svo daginn á því að gleðjast yfir fallegum afmæliskveðjum á Facebook og læra svo til hálf 6 næsta morgun því jú raunveruleikin var enn til staðar og próf að nálgast. Þrátt fyrir þessa miklu erfiðleika að eiga afmæli í prófum og reyna að skilja jólin frá afmælisdeginum var þetta fullkominn dagur í alla staði! Takk allir fyrir yndislegar afmæliskveðjur!

Last Wednesday was my birthday. I take birthdays very seriously, both my own and others around me. The only problem I’ve had with my birthday the last few years is that I always have my finals at the same time. This year was no exception so I decided to try and make a good day out of it. That was no problem having so many wonderful people in my life. I woke up with a birthday present in bed from my dearly beloved Jóhanna. She gave me the perfect shoes which was really perfect because the last weeks I’ve been whining about not having any decent shoes. She also gave me roses and ofcourse the necklace I can’t shut up about, see here and here. Before I knew my apartment was full of amazing girls coming to eat brunch with me. Jóhanna threw up this perfect brunch like it was nothing. It consisted of warm croissants, delicious parfaits and some baked goods. After that I pretended to be studying and then went to a coffee shop with my sister, her daughter Viktoría and her other daughter, my goddaughter Alexandra. I enjoyed a perfect soya Gibson with caramel syrup, Christmas lights all around and snow falling. Though I want to be very clear that I do not want to associate my birthday and Christmas. For dinner Jóhanna took me to Hornið restaurant. I got this calzone that was so good it is impossible to have better anywhere else and Jóhanna got this surprisingly good chicken salad. Though I will not admit that salad is food. In the end of the day I got emotional over birthday wishes on Facebook and studied til 5:30 the next morning because reality  was still there and finals around the corner. This birthday was as perfect as possible and thanks to those who wished me happy birthday!

 

Screen shot 2013-12-07 at 11.17.10 PM
mmm.. Croissants

Screen shot 2013-12-07 at 11.16.34 PM
Þetta er besta parfait sem ég hef smakkað! Grísk jógúrt, granóla musli, 0 kalóríu Walden Farms karmellusósa og hvaða ávextir sem þér dettur í hug. Jóhanna notaði mangó, melónu, hindber, bláber og epli. / This is the best parfait I’ve ever tasted. Greek yogurt, granola, zero calorie Walden Farms caramel sauce and any fruit you like. Here Jóhanna used mango, melon, raspberries, blueberries and apples.

Screen shot 2013-12-07 at 11.15.23 PM

Screen shot 2013-12-08 at 1.10.20 AM

Anna og Birna

Screen shot 2013-12-07 at 11.46.26 PM
Edda og Solveig

Screen shot 2013-12-07 at 11.52.08 PMScreen shot 2013-12-07 at 11.47.54 PM

 Ég og Jóhanna á Horninu / Me and Jóhanna at Hornið restaurant

Screen shot 2013-12-07 at 11.51.09 PM
Fáránlega góði hálfmáninn og kjúklingasalatið / Ridiculously good calzone and chicken salat

- Rebekka Rut Gunnarsdóttir

Posted in FOOD, LIFE, PEOPLE.

Tagged with , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , .


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.