Skip to content


SONS

Þeir Ólafur Fannar Heimisson og Oddur Sturluson opnuðu á dögunum vefsíðuna sons.is. SONS er vefverslun sem selur afar falleg og töff bindi, slaufur og klúta. Mér fannst þetta strax mjög áhugavert og langaði að vita meira um SONS og hvað liggi að baki versluninni. Því fékk ég þá Ólaf og Odd til þess að segja mér aðeins meira um verslunina, vörumerkið og afhverju bindin heita svona nettum nöfnum.

Ólafur Fannar Heimisson and Oddur Sturluson recently opened the online store sons.is. SONS sells very beautiful and awesome ties, bow ties and scarfs. I loved it at first click and wanted to know more about the store so I asked them a few questions about the brand and why the ties have those impressing names.

sons

Ólafur Fannar Heimisson og Oddur Sturluson

Hvað er SONS?

SONS er nýtt vörumerki sem var stofnað af tveimur vinum sem hafa unnið lengi í tískubransanum og vilja bjóða upp á vandaðar og flottar vörur fyrir herra með klassísku yfirbragði.

Hvernig fengu þið hugmyndina?

Það að vera með eigið vörumerki hefur lengi verið draumur okkar beggja. Okkur langaði báðum að bjóða hágæðavörur á viðráðanlegu verði, eitthvað sem við mundum sjálfir vilja ganga með. Málshátturinn ,,If you want something done right, you have to do it yourself” á vel við í þessu tilfelli.

Afhverju vilduð þið vera með svona verslun?

Við teljum að miðað við þróunina erlendis komi Íslendingar til með að versla í mun meiri mæli á netinu í náinni framtíð. Við erum mjög netvædd þjóð og það getur komið sér vel að skoða vörurnar heima og láta okkur sjá um að koma þeim til þín í stað þess að viðskiptavinurinn þurfi að sækja vöruna sjálfur. Okkur finnst þetta vera næsta skref í að veita viðskiptavinum betri þjónustu.

Agnelli

Agnelli

Depp

Depp

Hvers konar úrval af vörum er í verslun ykkar?

Fyrst um sinn verða handgerðar slaufur, bindi og vasaklútar úr 100% silki, ull og bómul en við ætlum að breikka vöruúrvalið sem fyrst. Við bjóðum upp á vörur sem henta bæði fyrir hversdags notkun og sparilegri tilefni.

Hver er hugsunin á bak við nöfnin á vörunum?

Nöfnin eru tilvísun í einstaklinga sem við lítum upp til og hver vara hefur nafn sem okkur fannst eiga best við. Til dæmis má nefna Kennedy en það bindi líkist mjög því bindi sem JFK átti og var oft myndaður með. Nöfnin tákna þá stemmingu sem við erum að reyna að fanga með bindunum okkar hverju sinni.

Gatsby

Gatsby

Bl‡-gr¾nn kšfl—tt ur  -blaÃÅr jakki

Köflóttur bómullarklútur

Er eingöngu hægt að kaupa vörurnar í vefverslun SONS?

Já, við sjáum alfarið um sölu á SONS vörum enda viljum við tryggja að viðskiptavinir okkar fái topp þjónustu. En auk þess er hægt versla vörurnar okkar með því að hafa samband við okkur í gegnum Facebook henti það viðskiptavinum betur.

Afhverju nafnið SONS?

Sons sækir nafn sitt í alla þá syni sem vilja vera besta mögulega útgáfan af sjálfum sér. Flestir þekkja það þegar feður okkar stóðu fyrir framan spegilinn og hnýttu á sig bindi eða slaufu og maður leit á fyrirmynd sína dýrðar augum.

King

King

Draper
Draper

Hannið þið vörurnar sjálfir?

Við veljum vörurnar eftir okkar eigin stíl í samráði við framleiðanda.

Hver veitir ykkur innblástur?

Við höfum lengi haft áhuga á fallegum fatnaði og nöfnin á vörunum okkar gefa góða hugmynd um þá aðila sem við teljum að hafi verið flottir fyrir hvað klæðaburð varðar og skarað fram úr hver á sínu sviði.

  Jagger
Jagger

Churchill
Churchill

Fyrir hvernig einstakling eru vörur SONS?

Við reynum að bjóða upp á eitthvað fyrir alla karlmenn, hvort sem þeir eru að kaupa sitt fyrsta bindið eða eru að leita að einhverju sérstöku til að vekja athygli.

Er jólagjöfin í ár fáanleg á sons.is?

Heldur betur! Ekki skemmir fyrir að þær koma í fallegum umbúðum sem gera gjöfina ennþá skemmtilegri og hún er tilbúin undir jólatréð.

Ef þið viljið fylgjast betur með SONS þá getið þið fundið þá á Facebook hér og einnig á instagram hér!

- Rebekka Rut Gunnarsdóttir

Posted in PEOPLE, STYLE.

Tagged with , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , .


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.