Skip to content


UNA STEF – PROFILE

Við hittum Unu Stef tónlistarkonu í “lítinn” (lesist rosalega stóran) kaffibolla á Súfistanum á dögunum og komumst að ótrúlega mörgu skemmtilegu um þessa áhugaverðu stúlku sem ólst upp við djass, vann sem leiðsögukona í Róm og málar varirnar rauðar í stíl við hárið. Við spurðum hana að því sem okkur langaði að vita en hún náði að koma okkur á óvart í hverju svari.

//

Una Stef is an Icelandic artist, singer/songwriter, that we sat down with in a cafe down town Reykjavík because we wanted to know more about her. This girl that grew up listening to jazz, worked as a tour guide in Rome and paints her lips as red as her hair. She comes from a family of jazz musicians and tried to rebel by going into classical music, turned out that jazz really is in her blood and now her own music is soulful jazz infused pop music, but don’t take our word for it and listen to the video below. If you are heading to Iceland Airwaves make sure to go off venue where you will find this talented girl playing all over town. 

una1

 hvernig spratt áhuginn á tónlist?

“Pabbi er tónlistarmaður, Stefán S. Stefánsson, aðal djass gaurinn á landinu sem samdi meðal annars Disco Frisco og Tunglið tunglið taktu mig en systir mín er líka tónlistakona. Þegar ég var lítil þá kunni ég lög Miles Davis og gat sungið með þeim en kann ekki ennþá lagið ég pompa á bossann. Uppeldið mitt var þannig að mamma var alltaf í háskólanum og pabbi mikið einn með mig og hann var alltaf að spila plötur allan daginn. Ég var geðveikt skrítið barn, komst ekkert hjá tónlistinni”

Byrjaðir þú að æfa á píanó ung?

“Já ég byrjaði svona sex ára að æfa á píanó og færði mig svo yfir á þverflautu en fór svo aftur á píanóið. Ég byrjaði svo í klassískum söng og fannst það leiðinlegt, ó guð minn góður dreptu mig! Pabbi var í djass og systir mín líka og ég var bara 14 ára rebel og vildi gera eitthvað allt annað og fór því í klassískt nám. Allir krakkarnir að drekka og dópa og ég bara já ég ætla að læra að syngja aríur, en svo var ég bara buguð og fór í djass. Mér líður eins og þið séuð að skrifa ævisöguna mína haha”.

 Vissirðu alltaf að þú vildir vinna við tónlist?

“Já bara alltaf”. Þú varst aldrei eitthvað nei ég ætla að verða lögfræðingur? “Nei ég var alltaf frá því ég var lítil bara ég ÆTLA að verða söngkona, og ég ætla að vera AÐAL ég vildi aldrei vera í hljómsveit, ég er svo ógeðslega athyglissjúk” segir Una og hlær. “Ég hef bara alltaf vitað það, ég held að ég sé bara sjúklega heppin, ég hef aldrei þurft að ganga í gegnum þetta hvað ætla ég að verða þegar ég er oðrin stór?” bara síðan ég var lítil þá ætlaði ég að vera poppstjarna, það er víst þannig ennþá. Svo hef ég verið svona on the side að hugsað að það gæti verið gaman að vinna hjá sameinuðu þjóðunum”.

Hvenær eigum við von á plötunni þinni?

Una hlær í smá stund en segir okkur svo að hún komi líklega ekki út fyrir jól en við eigum að setja plötuna frá 1860 (hljómsveit kærasta Unu) í jólapakkana því það sé geðveik hljómsveit. “Mín plata kemur svo út í byrjun 2014, nema ég detti af fjalli eða eitthvað, 7 9 13”.

una2

Og þú ert á föstu með ?

Hlyni Júní Hallgrímssyni, hann er í hljómsveitinni 1860, erum við í alvörunni að gera þetta?” Spyr Una hlægjandi en við fullvissum hana um að þetta séu mikilvægar upplýsingar fyrir lesendur VeniVidiVisa.

Þú sagðir okkur að systir þín væri djasstónlistarkona, er hún líka að syngja?

“Hún er söngkona og bassaleikari líka, hún spilar á bassann í hljómsveitinni minni. Þegar við erum sem flest þá eru 5 stelpur og einn strákur, Helgi Reyr á trommunum, en hann er fullkominn til að vera eini gæjinn í bandinu því hann er eitthvað svo tjillaður.”

Ertu að vinna eitthvað ?

“Ég er að kenna krökkum á píanó. Ég var í háskólanum með en ég fékk nóg að gera í tónlistinni og ákvað að einbeita mér af því. Er að spila helling og það borgar smá. Ég var einmitt að fá námslánin mín núna og ég þurfti að fá svona undanþágu því að ég er að taka seinustu 2 árin mín í FÍH á 1 ári og fyrsta sem ég gerði var að kaupa mér tvær írskar tinflautur og gítar, þá var ég bara vá hvað ég er mikill nölli” sagði Una hægjandi en við hlógum með henni enda hlýtur þetta að vera frekar óvenjulegt.

 Hvernig tónlist hlustar þú helst á?

“Þetta er eins og að spurja hverskonar lofti andar þú að þér! Ég hlusta á allt, auðvitað mikið á dót sem er líkt því sem ég er að gera, Alicia Keys, smá Beyoncé fan, Emelie Sandé en svo get ég verið heima að hlusta á Rachmaninoff og svo get ég verið að hlusta á írska þjóðlagatónlist og daginn eftir það er það Foo Fighters. Smekkur minn er semsagt mjög fjölbreytilegur.”

Er FÍH góður skóli til þess að læra djasssöng?

Það er bara eini skólinn, djöfull verða þau ánægð með mig núna” segir Una hlægjandi en hún segir það rugl að fara annað til þess að læra eitthvað annað en klassísaka tónlist.

Hvort kemur á undan hjá þér, textinn eða lagið?

“Það er allur gangur á því, stundum er bara eitthvað í sturtu bara dudududu, djöfull er þetta geðveikt!  Þá er ég búin að gleyma að ég setti í mig sjampó og komin á píanóið á handklæðinu. Stundum er maður bara að hangsa við píanóið og eitthvað verður til en stundum gerist það bara alls ekki, þannig að þetta kemur til manns á mismunandi hátt.”

Við höfum við heyrt þér líkt við Aliciu Keys, hver veitir þér innblástur?

“Alicia Keys! Annasr svo ótrúlega margir, klárlega Beyoncé ekki bara tónlistarlega séð heldur er hún er líka svo ótrúlega flott týpa. Ég dýrka tónlistarkonur sem eru sjálfstæðar og gera hlutina sjálfar, Alicia keys og Adele og allar þessar píur en mér finnst það vanta svo mikið í bransann, sérstaklega í senuna hérna heima. Svo eru það þessar gömlu, Ella Fitzgerald, Aretha Franklin og Eva Cassidy… Og auðvitað Whitney Houston, hún þarf að vera með, ég má ekki gleyma drottningunni!”

Hvernig myndir þú lýsa þinum fatastíl?

“Hann er svona jafn klofin og tónlistarstíllinn. Það fer eiginlega alveg eftir dögum, hversu mikið ég er að gera. Ég á jafn auðvelt með að fara í kjól og setja á mig varalit og að labba bara út á náttfötunum, sem ég geri alveg, mæti í skólann bara uuuugh.”

una3 

Myndir eftir Hildi Helgu Pétursdóttur

Er stílinn stór hluti af undirbúningnum fyrir sviðsframkomu?

“Já það er allt öðruvísi að finna sér föt fyrir svið. Þá þarf að hugsa hvað virkar í ljósi og svo er ég misjafnt sitjandi eða standandi. Er að spila á flautu til dæmis. Þannig maður verður að hugsa hvað maður er að gera hvernig er sviðið og lýsingin, og auðvitað verður förðunin ýktari en vanalega. Núna þegar ég er að versla og reyna að finna til dæmis peysu, þá kem ég út með svona 4 diskógalla fyrir svið. Ég er greinilega bara að hugsa um hvað eitthvað gæti verið flott undir til dæmis rauðum ljósum!”

Er dökkur varalitur svona þitt “signature look”?

“Já ég held það bara, og svona eyeliner og eitthvað. Ég held líka að hárið sé að verða eitthvað svona dæmi.” Okkur finnst vera mjög einkennandi við Unu að hafa hárið og varirnar rautt. “Ógeðslega fyndið um daginn var ég í sjoppu og afgreiðslukonan spyr mig hvort ég sé ekki þarna söngkonan? Hún þekkti mig sem sagt á hárinu”. Una er með átta gullfalleg húðflúr, t.d. “Blackbird fly” og nótu.

Hvert ferðu til þess að kaupa snyrtivörur?

“Uppáhalds vörumerkið mitt er Aveda en ég versla mér allt fyrir húðina þar. Hún er mjög erfið en Aveda virkar.” Okkur langar auðvitað að vita hvar Una kaupir augnskugga og varaliti. “MAC!” segir Una hiklaust. Annars gæti hún ekki lifað án hyljara, dagkrems, púðurs og maskara.

Hver er uppáhalds borgin þín í heiminum?

“Ég verð að segja Róm, því hún er borgin mín, ást og yndi. Ég var þar að læra ítölsku og vinna sem leiðsögumaður” Una fór á hverju sumri þangað þegar hún var í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Kann hún þá ítölsku? “ Já ég átti ítalskan kærasta og við ferðuðumst um Róm á vespu, ég með hárið út um allt í kjól. Það var frekar gaman”.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frítímanum þínum?

“Vera heima að spila á einhver hljóðfæri, á flautuna á nýja gítarinn eða píanó. Bara heima að hlusta á tónlist og spila tónlist, ég er band geek.”

Þið getið fylgst með Unu hér en hún verður til dæmis mikið off venue á Iceland Airwaves.

 

Lag Unu, Breathe, er komið í 22. sæti lista Rásar 2. 
 

- Edda Ingadóttir og Jóhanna Edwald

Posted in ART, PEOPLE.

Tagged with , , , .


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.