Skip to content


DIY CHALK PAINTED DINING TABLE

Okkur áskotnaðist stórt og fallegt borðstofuborð sem er nógu stórt til þess að fá 16 í mat (með framlenginum) og læripláss fyrir marga svo við ákváðum að skipta. Viðurinn passaði reyndar ekki inn í stofuna hjá okkur og því ákváðum við (með góðum ráðlegginum frá snillings frænku, takk Þórdís) að mála borðið með ljósgrárri kalkmálningu frá Sérefnum (Síðumúla 22). Þetta var ótrúlega gaman og borðið virkilega fallegt með nýrri áferð og lit svo við mælum klárlega með þessari aðferð!

Það sem þú þarft:

-2 penslar, einn lítill einn stór

Frá Sérefnum:

-Sandpappírsörk

-Grunnmálning

-kalkmálning

-Beewax til þess að setja yfir.

//

We got our hands on a big and beautiful dining room table that’s big enough to sit 16 people (with extensions)  and for us to study with all our big books so we decided to upgrade. The color of the wood didn’t go to well with our space so we decided (with help from my aunt Þórdís) that we wanted it painted with a light gray chalk paint from Sérefni. This was so much fun and the table turned out beautifully so we defiantly recommend doing this!

You need:

- two paint brushes, one about 1,5 inches and another about 3 inches. 

-sandpaper 

-chalk base paint

-chalk paint

-bee wax

borð1

Borðið fyrir breytingu. / The table before. 

borð2

Rispið yfirborðið á borðinu vel með sandpappír til þess að málningin fái grip. / Go over the whole table with sandpaper to get a better grip for the paint. 

borð3

Breiddu yfir gólfið áður en þú fer eina umferð af grunnmálningu yfir borðið, hún þarf að svo að þorna í u.þ.b. 5 tíma. / Cover your floor before doing one coat of base paint over the whole table, let dry for about 5 hours before preforming the next step. 

borð4

Málið nú fyrri umferðina af málningunni yfir allt borðið. / Now paint the whole table with the chalk paint for the 1 round. 

borð5

Bíðið í um 4 tíma eftir að málningin þorni áður en þið takið aðra umferð með kalkmálningunni. Áferðin verður rosalega falleg og fallegar rákir myndast þegar málningin þornar og lýsist. / Wait about 4 hours for the first round of chalk to dry before you go for a second round. The texture becomes amazing and beautiful strokes are visible when the paint dries and turnes lighter. 

borð6

Fyrir aðra umferðina af kalk málningu er falleg að setja vatn út í málninguna, um 20% af því sem eftir er í dollunni og málið aftur. / Now for the second round you put a little water in the paint can (about 20% of the remaining paint) and repeat what you did the first round. 

 borð8

Eftir 5 daga skal svo bera á beewax sem er einnig frá Sérefnum en það verndar borðið og mun ekki breyta kalkáferðinni. / In five days you have to put some bee wax on the table for protection. 

borð9
Þetta kostaði um 9000 kr en Tígri er mjög ánægður með árangurinn. / This was about 9000 isk and Tigri is loving the result. 

Við erum að selja hitt borðið okkar sem er nýlegt frá Ikea hér. / We are selling our other beautiful table here.

- Jóhanna Edwald

Posted in DIY, INTERIOR.

Tagged with , , , , , , , , , , .


One Response

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.

  1. Þedw says

    lítur mjööög vel út. hlakka til að sjáSome HTML is OK

or, reply to this post via trackback.