Skip to content


BEYONCÉ CURLS – HAIR TUTORAIL

Anna Gréta er snillingur mikill en einn af hennar hæfileikum er hárgreiðsla. Hún gerði þessar flottu Beyoncé krullur í Ásthildi en Edda kenndi förðunina í gær hér. /Anna Gréta is a master of many skills, one of wich is hairstyling. She did these tight Beyoncé like curls in Ásthildur’s hair, Edda thought you how to do this makeup yesterday here.

1. Byrjaðu á því að greiða vel í gegnum hárið þannig að það sé enginn flóki í því.

2. Því næst er gott að skipta hárinu í nokkra parta en það gerir það mikið auðveldara að vinna með það. Mér finnst alltaf best að byrja fyrst á undirhárunum.

3. Taktu svo fyrsta lokkinn og hafðu hann um það bil 1.5 x 1.5 á stærð. Mér finnst alltaf langbest að bera járnið eins nálægt rótinni og hægt er og vefja lokknum utan um járnið (ekki vera vesenast með klemmuna ef þú átt þannig járn – bara vefja utan um).

4. Næsti lokkur er í sömu stærð en ath að vefja utan um járnið í gagnstæða átt. Með því býrðu til miklu meira ‘volume’ og krullurnar virðast náttúrulegri. Þetta er svo endurtekið í gegnum allt hárið.

5. Að lokum þegar það er búið að krulla allt hárið vel og vandlega er gott að hrista aðeins upp í því og greiða í gegnum það, þá annað hvort með puttunum eða bursta. Ekki hafa áhyggjur af því að það eyðileggi – það mun gera krullurnar mun raunverulegri.

Krullurnar verða jafnvel enn flottari daginn eftir – svona þegar þær hafa fengið að sjúskast ansi mikið.

//

1. Start by combing through the hair and make sure it’s tangle free.

2. Next divide the hair in a few sections to make ut easier to work with. I like starting at the nape of the neck.

3. Take the first section and make it about 1.5 x 1.5. I like starting as close to the roots as possible and wrap it around the iron (don’t bother with the clasp if your iron has one.

4. Make your next parat the same size but wrap it around the iron in the opposed direction. That way you build up volume and the curls seem more natural. Repeat for the rest of the hair.

5. Finally when you have curled all of the hair it’s good to shake it up and comb through it, with your fingers or a brush. Don’t worry that you will ruin everything , this will make the curls seem more natural.

The curls will look just as good the day after, just a bit more lived in!

ásthár1

1.

ásthár2

2.

ásthár3

3.

IMG_5326

4.

IMG_5339

5.

Voilá nú ertu komin með miss Beyoncé crulls! / Voilá, now you have some Beyoncé curls!

Nokkrir góðir punktar:

  • Keilujárn er besta járnið ef þú hefur þannig hárgerð að gjörsamlega allt lekur úr því. Ég notaði mjótt þannig á hana Ásthildi.
  • Stundum er betra að vera ekki með nýþvegið hár ef þú ætlar að setja upp einhverja greiðslu – sérstaklega ef hárið er fíngert og sleipt.
  • Það fer alltaf best með hárið að nota hitavörn.
  • Þegar þú ert búin að krulla hárið er gott að setja svo hársprey í lokin til þess að vera fullviss um að það haldist jafn glæsilegt og í byrjun.

Gangi þér ofsa vel – og mundu að æfingin skapar meistarann !

//

Few pointers:

  • A tapered iron is best for you if your hair tends to loose it’s look. I used a thin one like that on Ásthildur.
  • If you are going to wear an updo it’s best that you have not washed your hair the same day, especially if your hair is slippery.
  • I recommend always using heat protection.
  • When you have curled your hair it’s best to use some hairspray at the end to make sure it stays perfect.

Good luck and remember, practice makes perfect!

IMG_5454 IMG_5481

IMG_5469

Ásthildur með Eyrúnu Önnu en í næstu viku kennum við hennar förun & hár ! / Ásthildur with Eyrún Anna, next week we teach you how to do her hair & makeup!

- Anna Gréta Hafsteinsdóttir fyrir VeniVidiVisa

Posted in BEAUTY.

Tagged with , , , , , .


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.