Skip to content


CLOSET INVASION – AGNES BJÖRT

Agnes Björt Andradóttir er söngkona SYKUR en hún er ein áhugaverðasta persóna sem við þekkjum. Stílinn hennar gefur persónuleikanum svo ekkert eftir sem er upplífgandi . Þegar hún mætti heim til Eddu eitt laugardagskvöldið fylgdi köttur henni inn og einn gestur hélt að hann væri partur af outfittinu hennar Agnesar því það virtist passa mjög vel. Þannig er Agnes, hún gerir það sem henni sýnist og einhvernvegin virkar það.
Við kíktum heim til hennar og báðum hana að púsla saman nokkrum outfittum og fengum að spurja hana “spjörunum úr” (takið eftir tvöföldu meiningunni).

Agnes Björt Andradóttir is the singer of Sykur and she is one of the most interesting people we know. Her style is just as electric and interesting. One Saturday night she showed up at Edda’s house and a cat followed her in, one of the guests thought it was a part of her outfit because it seemed to make sense. She does as she pleases and somehow it works. We visited her and she put together some outfits for us and we got to ask anything we liked. Let the fun begin.    

6

Hvar í veröldinni færðu fötin þín? Flest fötin mín eru úr Fatamarkaðinum, þar sem ég vinn. Annars fer ég reglulega til útlanda. Þar er gaman að kíkja í búðir sem maður þekkir ekki og sjá hvernig þær geta komið sér á óvart.

10

Hvernig læturðu þessa hluti virka? Ég fæ innblástur af ótrúlega mörgu eins og tónlist, myndlist, öðru fólki, netinu og lengi mætti telja. Þegar ég vakna á morgnana en er enn með lokuð augun, rétt áður en ég stend upp úr rúminu mínu, set ég saman föt í hausnum mínum og finn svo aukahluti og skartgripi við. Hvernig ég læt þetta virka veit ég ekki hvernig ég á að útskýra, ætli það sé ekki bara fegurðarskynið eða hvað mér þykir flott og fari mínum persónuleika eða karakternum sem ég bregði mér í frá degi til dags.
Hefur sú staðreynd að þú kemur fram á tónleikum áhrif á stílinn þinn? Nei, það myndi ég ekki segja, ég hef alltaf verið djörf og að einhverju leiti “over the top” í fatastíl. Það er þá frekar þannig að ég nýti þessa dívustæla mína og fer alla leið þegar ég fer á svið. Því það er ekki hægt að fara yfir strikið í look-i á sviði.

3

Í hvaða borg finnst þér skemmtilegast að versla? Mér finnst skemmtilegt að versla í London því þar eru margar second hand búðir og markaðir sem geyma fjarsjóði á góðu verði. Ég átti líka heima í Miami þar sem ég missti mig alveg í verslunarmiðstöðvunum. Þar var að finna falleg og plain föt á góðu verði. En skemmtilegast finnst mér samt að versla í borg sem maður þekkir eins og handabakið á sjálfum sér, þar sem maður þekkir hvern krók og kima og veit hvert maður á að fara. Mér finnst skemmtilegast að versla í Reykjavík því að hér þekki ég mig best. Annars langar mig rosalega að fara til Stockholm,Helsinki eða Moskvu á næstunni þar sem götutískan er mjög áhugaverð.

7

Efastu einhverntíma um fatavalið þegar þú labbar útúr húsi? Jájá það kemur fyrir, en það er nú ekki eins maður sé að stressa sig á því. Það koma alltaf nýir dagar með nýjum tækifærum og öðruvísi innblæstri. Ég á ekki erfitt með það að vera í ljótum fötum innan um fólk, ég horfi frekar á þetta sem leið til að fá útrás og ef ég vill ekki vera fín einn daginn þá er ástæða fyrir því. Ef ég efast um fataval mitt hef ég skyndilega skipt um skap og fötin mín passa ekki lengur við skapið mitt.

5

Við höfum ekki séð neinn með hár neitt líkt þínu (sem er b.t.w. sjúkt). Hvaðan færðu hugmyndirnar? Takk fyrir hrósið. Mér finnst oft fallegt að sjá fólk með náttúrulega hárliti en mér finnst það virkilega bara ekki vera ég eins og er, svo skrýtið sem það hljómar. Hvernig ég lita hárið mitt er alltaf ómeðvituð ákvörðun, heilinn minn er búinn að ákveða næsta lit eða hvernig lit ég vil hafa og sendir mér svo skilaboð öðru hverju. Ég var til dæmis með fjólublátt hár frekar lengi þangað til að ég gat ekki hunsað skilaboðin sem voru að koma til mín daglega um að ég vildi blátt hár. Ætli það sé ekki umhverfið mitt og hvernig ég flokka lífið mitt í tímabil sem stjórna því hvenær og hvernig ég lita á mér hárið. Ég man eftir tímabilum í lífi mínu út frá hárlit, ég man hvernig mér leið þá, hvað ég var að gera og svo framvegis. Það er ekki það að ég fái æði fyrir einhverjum ákveðnum lit og vilji fá þannig hár, frekar hvað liturinn segir mér þegar ég lít í spegil og hvernig hann passar við mitt persónulega tískutímabil sem stjórnast af tilverunni yfir höfuð.

14

Hvernig þætti þér vera hin fullkomna sviðsmúdering? Þessu er erfitt að svara þar sem ég vildi gjarnan vera alltof fyrirferðamikil díva með hár þrisvar sinnum stærra en hausinn á mér en ég á sviði er eins og köttur í vatni, ég get ekki hætt að hreyfa mig og hoppa um þannig að það takmarkar svolítið í hverju ég get verið, ég get til dæmis ekki verið í hælum, þröngum síðum kjól eða með þunga skartgripi, þá verða tónleikarnir bara leiðilegir. Hingað til hef ég samt vörkað þetta eftir tilfinningu, stundum vil ég vera díva en stundum vil ég vera skítugur pönkari, það gerist oft að ég blanda þessu saman.

15

Eru einhverjir sem þér finnst klæða sig vel og veita þér innblástur? Allir geta veitt mér innblástur, meirisegja íþróttagellan þótt ég sé mesti anti sportisti í heimi. Af því að innblástur er líka að sjá eitthvað sem manni finnst ljótt eða að sjá eitthvað skrýtið, innblástur er allt sem hefur áhrif á þig, ekki bara það góða. Innblástur er að sjá eitthvað nýtt og það fer bara eftir manni sjálfum, hversu mikið maður er tilbúinn að opna huga sinn fyrir nýjungum. Það er einmitt áhugavert að pæla í tísku út af þessu. Ég held það séu til tvær tegundi af tísku. Tískan sem er í tísku, sem sagt það sem fjölmiðlar segja okkur að sé töff hverju sinni og svo hvernig mannkynið skiptist í hópa. Erfðir og umhverfi skapa algjörlega okkar tísku sem einstaklingar. Síðan hópast einstaklingar saman (þetta getur gerst ómeðvitað) sem hafa svipaðar hugmyndir varðandi tísku og til verða cult út um allt. Þetta er að gerast í Reykjavík meira en við sjálf gerum okkur grein fyrir. Hafið þið til dæmis pælt í af hverju einhverjum finnst eitthvað flott? Af hverju vinkona ykkar sem þið hélduð að þið þekktuð svo vel þráir svona mikið þessa úlpu í búðarglugganum á laugaveginum sem ykkur finnst svo ljót? Það er útaf því að heimurinn er alltaf að verða stærri, heilinn er að stækka og það er opnast fyrir nýjar hurðir.

14. jpg

Hver eru stærstu mistökin sem þú hefur gert í lífinu og hvað lærðir þú af þeim? Að vera ekki samkvæm sjálfum mér, það eru mistök sem ég trúi að flestir geri og eigi eftir að gera aftur. Maður verður að fara varlega, trúa á það sem innri manneskjan segir manni og rækta samband líkama og sálar. 13

Hverra lítur þú upp til og afhverju? Mömmu af því að hún hefur gefið mér vægast sagt glæsilegt uppeldi og bróður míns af því að hann er bestur. Ég lít upp til allra þeirra sem fylgja innsæinu og hugmyndum sínum í öllum þeim óveraldlegu birtingarmyndum sem þær koma gjarnan fram í.

12

Eru einhver tímarit/blog í uppáhaldi?Það er alltaf gaman að glugga í tískutímaritum, mér er svo sem sama hvað tískutímarit það er. VeniVidiVisa er uppáhalds og svo hef ég nýlega verið að fylgjast með Svölu Kali sem póstar allskonar skemmtilegu á bloggið sitt. Ég fylgist lítið með bloggum og langar að fara að kynna mér það betur.

11

Hvað gefur þér gleði? Vinátta, ást, gleði annarra, einlægni, samvinna, útrás, 1000aðrirhlutir ooog allt sem er gott á bragðið.

9

Hvers viltu láta minnast þín fyrir?Manneskja sem kunni að njóta, sem kunni að elska skilyrðislaust, sem kunni að hlusta og svara, sem smitaði út frá sér ást og gat haft áhrif á það hvernig annað fólk sá heiminn.

8

Ef þú ættir töfrasprota, hvað myndir þú laga og afhverju? Ég myndi vilja að fólk færi oftar út í náttúruna. Ég held það myndi gera okkur öllum gott og við myndum geta byggt og búið betra samfélag.

4

Eru einhverjar reglur sem þú ferð eftir í fatavali? Nei ekki þannig, ég reyni að blanda ekki of mörgum mynstrum eða litum saman þannig að outfittið verði vont í augað. En ef það virkar þá er ekkert að stoppa mig.

2

Hvaða flíkum myndirðu gráta yfir ef þær myndum týnast, brenna eða hverfa úr lífi þínu á annan hátt? Mér þykir vænt um fötin sem ég hef spilað í á airwaves þegar það gekk rosalega vel, sérstaklega einn pallíettukjól; bol,buxur og headpiece sem Sesselja í Kassettu gerði á mig og Zisku kjólinn minn (Ég elska Ziska). Annars á ég tvo pelsa og alveg helling af flottum leður – rúskinsjökkum sem ég myndi gráta.

1

Hverjir eru draumar þínir og þrár? Mig langar að fá fullkomna útrás fyrir öllu því sem hrærist inn í hausnum á mér, ná fullkomnum innri frið og skilja sjálfa mig eins mikið og mögulegt er.

Photos: Anna Margrét Sigurðardóttir

//

Where in the world do you find your clothes? Most of my clothes are from Fatamarkaðurinn, where I work. I go abroad regularly and it’s fun to go shopping where you don’t know the stores and can be surprised. 

How do you get these things to work? I get inspired by so many things, like music, visual art, other people, the internet and so on. When I wake up in the morning, still lying in bed with my eyes closed, right before I get out of bed, I put the outfit together in my head and accessorize later.  How I make it work I can’t explane, I guess it’s just the way I cense beauty or what I lake and think suits my personality or the caracter I get into from day to day. 

Has the fact that you preform at concerts affect your style? No I wouldn’t say so, I have always been daring in a way or over the top with my style. It’s more like I use my diva attitude and take it all the way on stage. You can never go over the top when creating a stage look.  

What city is your favorite for shopping? I like shopping in London because there are so many second hand stores and markets there that have treasures at a great price. I have lived in Miami where I completely lost myself in the shopping centers. There I could find beautiful simple clothes at a great price. But most of all I lake shopping in a city I know like the back of my hand, where I know every street and corner and where to go. Therefore I love shopping in Reykjavík. Stockholm, Helsinki or Moskva are some of the cities I would love to visit where the street fashion is really interesting.  

Do you ever doubt your style choices when you walk out the door? Yes that does happen, not that I stress about it. There are always new days with new opportunities and different inspiration. I don’t have a hard time wearing ugly clothes around other people, I look at as a way to express myself and if I want to dress less nice one day there is a reason for it. If I doubt my style choices I have suddenly changed my mood and my outfit no longer matches my mood.  

We have never seen anyone with hair anything like yours (that b.t.w. looks amazing), Where do you get the ideas? Thank you for the compliment. I like seeing people with beautiful natural hair colors but I just not think thats very me, as weird as that sounds. How I color my hair is an subconscious thing, my brain has already chosen the next color or how I want to have it and sends my a message now and then. F.x. I had purple hair for quite some time until I couldn’t ignore the message that where getting to my daily about having blue hair. I remember faces of my life by the hair colors, I remember how I felt then, what I was doing and so on. It’s not like I get obsessed with some color and want to dye my hair like that, it’s more about how the color speaks to my when I look in the mirror and how it goes with my personal fashion era that is controlled by the whole existence.  

Do you favor any magazines or blogs? It’s always fun to flip through magazines, I don’t mind much what magazine it is. VeniVidiVisa is my favorite and I have been following Svala Kali recently that posts all kinds of fun on her blog. I don’t follow many blogs but I want to get more into that. 

Do you follow any fashion rules? No noting like that, I try not to mix to many patterns or colors so it won’t hurt the eyes. If it works there is no stopping me. 

What do you feel is the perfect stage outfit? This is a hard one because I would like to be an outrageous diva with hair three times my head but on stage I am like a cat in water, I can’t stop jumping and moving so it limits my choices, f.x. I can’t wear heels, tight long dresses or heavy jewelries, if I did the concerts wouldn’t be much fun. Until now I have just gone with my feeling though, sometimes I want to be a diva and sometimes a dirty punker, sometimes I mix the two together.

Are there any people that you that you find that dress well and inspire you? Everyone can inspire my, even the sporty chick though I am the biggest anti-sportist in the world. Because inspiration is also seeing something that you don’t like or something weird, inspiration is everything that affects you, not only the good.  Inspiration is seeing something new in it only appends on you how much you are ready to open up to new things.  I think this is one of the reasons fashion is interesting. I think there are two kinds of fashion. The fashion that’s “in fashion”, what media are telling us is cool each time and then the way humans form into groups. Heritage and environment completely creates our fashion as individuals. Then these people form groups (maybe without noticing) that have similar ideas about fashion and cults happen all over. This is happing in Reykjavík more then we realize. Have you f.x. wondered why someone thinks something looks good? Why your friend that you thought you knew so well wants that coat from the store window of the main street so bad that you think is ugly? It’s because the world is getting bigger, the brain is getting bigger and there are new doors opening. 

What items of clothing would you cry over if they where to get lost, burned or disappear from your life in some way? I love the clothes I have played in at Iceland Airwaves when it went incredible, specially one sequined dress, top, pants and a headpiece by Sesselja at Kasetta made for me and my Ziska dress ( I love Ziska). I have two furs and a lot of good looking leather and suede  jackets I would cry. 

What’s the biggest mistake you have ever made and what have you learned from it? To not be true to myself, that’s a mistake I belive most people make and will make time and time again. You have to be careful, believe what your inner person tells you and take care of the relationship between body and mind.  

Who do you look up to and why? My mom because she as given me a marvelous upbringing to say the least and my brother because he is the best. I look up to everyone that follows their intuition and their ideas in all the unworldly  forms they can take. 

What are your dreams and desires? I want to be able to fully express everything that is going on in my head, find perfect inner peace  and understand myself as well as possible. 

What gives you joy? Friendship, love, others happiness, sincerity, cooperation, expression, 1000 other things & everything that tastes good. 

What do you want to be remembered for? As a person that knew how to enjoy, love unconditionally, knew how to listen  and answer, spread love and could influence how other people see the world.  

If you had a magic wand, what would you change and why? I would like people to go into nature more. I think it would do us all good and we would be able to a better community. 

 

- VeniVidiVisa

Posted in PEOPLE, STYLE.

Tagged with , , , , , , , , , , .


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.