Skip to content


MOTTUSLAUFAN

Mottuslaufan er framlag Ásu Þórdísar Ásgeirsdóttur til styrktar átakinu Karlmenn & Krabbamein sem Krabbameinsfélag Íslands hefur staðið fyrir unanfarin ár. Hugmyndin af slaufunni varð til í Lista og menningaráfanga í Fjölbrautaskóla Garðabæjar í mars 2010 þar sem Ása og fleiri áttu að skila nýhönnunarverkefni, einhverju nýju sem aldrei hafði sést áður. Hún mætti í tímann eins og henni er líkt og var búin að steingleyma verkefninu og kom þar að leiðandi án verkefnis í tímann! Það eina sem Ása sá í stöðunni var að krassa eitthvað á blað og á nokkrum mínútum fór hugurinn á kreik. Ýmislegt kom upp í hugann og eitt af því var Mottuslaufan og fljúgandi skólataska. Henni fannst Mottuslafan raunsærri kostur sérstaklega þar sem kærastinn hennar var á þessu tíma að safna yfirvaraskeggi til þess að taka þátt í Mottumars.

Skeggvöxtur kærastans gekk heldur illa og hann var með algerlega vonlaust yfirvaraskegg og þarna fannst Ásu vera komin góð lausn fyrir þá sem eiga ekki auðvelt með að safna skeggi, að bera bara Mottuslaufu um hálsins í líkingu við yfirvaraskegg og þar af leiðandi varð Mottuslaufan hennar verkefni í áfanganum.

Á lokaári Ásu í FG 2012 var hún í frumkvöðlaáfanga þar sem nokkrir vinna saman að því að stofana fyrirtæki og koma með hugmynd að vöru sem fylgt væri eftir þar til að varan væri komin á markað. Þá dróg Ása upp Mottuslafuna sína sem hún hafði hannað 2 árum áður og hópurinn samþykkti að Mottuslaufan yrði þeirra framlag í áfanganu,

Strax var gíðfurlega vel tekið í slaufuna og hún vakti mikla athyggli og nokkrir vildu taka þátt í verkefninu með þeim, eins og veitingahús sem hafa látið þjóna sína bera Mottuslaufuna í mars mánuði og Karlakórinn Heimir skartaði Mottuslaufunni á tónleikum í mars. Þess má geta að Mottuslaufan fékk önnur verðlaun í frumkvöðlaáfanga framhaldsskólanna 2012.

Ásu langar að halda þessari hönnun áfram til þess að Mottuslaufan verði aðgengileg og til sölu fyrir þá sem hafa áhuga á að skarta mottuslaufunni og um leið styrkja gott málefni.

Mottuslaufurnar eru handsaumaðar í þremur litum, svörtum, rauðum og hvítum en engar tvær slaufur eru eins, alveg eins og engin tvö mottuskegg eru eins. Þær eru ýmist með frönskum rennilás eða tölu að aftan þannig að auðvelt er að stilla stærðina fyrir hvern og einn og þær eru ætlaðar hvort heldur fyrir herra eða dömu.

Þú getur nálgast Mottuslaufurnar í vefverslun Krabbameinsfélagsins & í verslun félagsins að Skógarhlíð 8. Slaufan kostar 2.900 kr og renna 500 kr. af hverri slaufu til styrktar átakinu Karlmenn og Krabbamein – Mottumars.

//

The mustache-bow is Ása Þórdís Ásgeirsdóttir’s input into Mottumars – An Icelandic act against men’s cancer. It’s only 2900 ikr. and 500 isk will go straight to the cause. Buy yours here at the Cancer foundation web or in their store at Skógarhlíð 8.

 

295619_561990743825567_1806990743_n

484899_562505153774126_1693159010_n

601585_562505080440800_1738226860_n

image-1

886984_562803290410979_893664795_o

Edda Sif Pálsdóttir íþróttafréttamaður á RÚV skartar hér mottuslaufunni í fréttatíma í byrjun mars / Edda Sif Pálsdóttir sportsanchor at RÚV is wearing the mustache-bow in the beginning of March

image-4

Jón Gnarr borgarstjóri með Mottuslaufuna. / Jón Gnarr, mayjor of Reykjavík with the mustache-bow. 

image-2

Ása Þórdís hönnuður & frumkvöðull með slaufuna sína. / Ása Þórdís, Designer & entrepreneur with here bow. 

- JE

Posted in ART, PEOPLE, STYLE.

Tagged with , , , , .


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.