Skip to content


VÍ WILL ROCK YOU

Við vorum svo heppnar að vera boðið á Nemó-sýningu Verzlunarskólans í ár, VÍ Will Rock You sem var frumsýnt núna í kvöld. Við getum í sannleika sagt að þetta sé ein sú besta sýning sem Verzló hefur boðið uppá og við höfum séð þær margar. Í sýningunni er gert grín af 2007 menningu og mistökum á sprenghlægilegan hátt en aðalpersónurnar eru starfsmenn í Glitlandsbyr bankanum. Á sama tíma vill sonur bankastjórans frekar læra fatahönnun og fá að vera með ástinni sinni Galíleo Figaró heldur en að vinna í bankanum. Með ódauðlegum meistaverkum Queen er þetta óvænt en gullin blanda sem kemur manni í virkilega gott skap og minnir mann á að það er mikilvægara að vera hamingjusamur en að vinna lífsgæðakapphlaupið. Það sem okkur fannst best við sýninguna voru brjálæðislega fyndnar línur og ótrúlegur flutningur á stórfenglegum lögum Queen sem staðfesti að Verzló er samur við sitt, stútfullur af hæfileikaríku fólki. Leikritið er skrifað af leikstjóranum Björk Jakobsdóttur í samvinnu við leikhópinn sjálfann. Þetta er leikrit sem allir ættu að fara á, ekki er miðinn bara ódýrari en hinn hefðbundini leikhúsmiði, leikritið er líka skemmtilegra! Fáðu þinn miða hér!

We were lucky enough to be invited to Verzló’s show this year VÍ Will Rock You that premieres tonight. We can honestly say this is one of the best shows they have had and we have seen a lot of them. This show makes fun of 2007′s cultures and mistakes and the main characters and employees of Glitlandsbyr bank but at the same time the son of the bank’s CEO wants to study fashion design and be with his true love Galíleo Figaró. With the forever great masterpieces of Queen it’s an exciting mix that really gets you in a good mood. It’s really a reminder to be happy and not get too caught up trying to have it better than everyone else. The thing we loved the most were the hilarious one liners and incredible performances of Queen’s songs and it proves that Verzló is still full of talented people. The play is written by the director Björk Jakobsdóttir along with the cast. A show everyone should see, not only is the ticket less pricy than the typical theater ticket, the play is more entertaining! Get your ticket here!  

IMG_4947

Hinn mikli snillingur Pétur Geir sem leikur Ríkharð bankastjóra Glitlandsbyr sem í raun vill vera Trans. Allt of fyndið! / Pétur Geir is the genius actor that plays Ríkharður, Glitlandsbyr’s manager that secretly wants to be Trans, way to funny!  

IMG_4941

Hluti leikhópsins / A part of the cast

IMG_4937

Teitur og Sigurbjörn Ari eru virkilega flottir í sýningunni en þeir sýna frábæran leik og syngja alveg hreint ótrúlega / Teitur and Sigurbjörn are awesome in this show, their perform is incredible.

IMG_4935

IMG_4933

Killer Queen & crew

IMG_4932

IMG_4915

IMG_4955

IMG_4950

Eftir sýninguna / After the show

IMG_4948

Mímir Hafliðason formaður Nemendamótsnefndar & Björk Jakobsdóttir leikstjóri

Anna Gréta Hafsteinsdóttir tók myndir. 

 

- VeniVidiVisa

Posted in ART, LIFE.

Tagged with , , , , .


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.