Skip to content


STÚDENTAKJALLARINN

Við hittum Rebekku Sigurðardóttur upplýsingafulltrúa Félagsstofnunar stúdenta í kaffi í Stúdentakjallaranum og fengum að vita meira um þennan nýja og spennandi stað sem allir virðast vera að tala um. Hún sagði okkur frá goðsagnarkennda staðnum sem stóð við Hringbraut og var reistur á þeim tímum sem fáir barir voru í borginni. Í yfir áratug eftir að staðurinn opnaði mátti ekki selja áfengi um miðjan dag eða bjór almennt til 1989. Fram að því var Stúdentakjallarinn hugsaður sem kaffihús, viðverustaður fyrir stúdenta sem breyttist svo í mikinn skemmtistað. Þeir voru til dæmis á meðal þeirra fyrstu til þess að blanda bjórlíki, þar sem sterku víni var blandað út í pilsner en það varð mikið blaðamál. Þegar bjórinn var svo leyfður færðist aðsóknin yfir á bari bæjarins. Aðsókn í Stúdentakjallarann fór þá minnkandi og var orðin mjög dræm þegar húsið var selt HÍ og Stúdentakjallaranum breytt í kennslurými.

Þegar Háskólatorg var byggt og Háma opnuð var hugsunin að hafa þar bar sem fólk gæti farið í lok dags og fengið sér bjór eða vín og verið á torginu áfram en um leið og húsið opnaði var það orðið of lítið. Fólk sat þar fram á kvöld og jafnvel á næturnar en vegna þess að þar er mikið gler og birta skapaðist ekki sú stemming sem fólk hafði hugsað sér.

Þá fóru stúdentar að tala um að það þurfti einhvern viðverustað fyrir þá. Þá var farið að leita af stað og kom hugmyndin um að byggja viðbyggingu við Háskólatorg í lok árs 2011. Nú er ekki nema rúmt ár síðan hugmyndin kom upp, hellurnar fyrir utan voru teknar upp í júlí 2012 og bygging hafin. Upplifunin af nýja staðnum átti að vera sú að fólk kæmist úr sínu daglega amstri yfir í annað andrúmsloft. Fólk átti að komast úr birtunni og glerinu í þessu steriliseraða akademíska skólaandrúmslofti og kennslustofunum og fá smá frí. Þetta markmið næst algerlega hjá þeim en Stúdentakjallarinn er eins og annar heimur, allavega í öðru friðsælla og dularfyllra landi.

Hönnun staðarins er algerlega stórkostleg en þau fengu með sér Rúnu Kristinsdóttur stílista með áratugareynslu en hún hafði áður hjálpaði þeim með Bóksölu stúdenta og Hámu. Það voru Hornsteinar arkítektar sem teiknuðu staðin en hún útfærði andrúmsloftið sem þau vildu skapa. Þau lögðu upp með ákveðna hluti, það átti að vera hugarleikfimi, eitthvað skemmtilegt og ýmsar námstengdar vísanir sem fengju fólk til þess að hugsa. Leitað var í söguna en útkoman átti samt að vera ný og fersk. Í því ferli hittu þær m.a. Pétur Marteinsson, einn af eigendum KEX, sem gaf þeim góð ráð og sagði þeim hvernig concept á KEX var unnið. Hugmyndin var ekki að Stúdentakjallarinn yrði eingöngu með gömlum hlutum heldur yrðu sögulegir hlutir nýttir, eins og t.d. gamlir stólar og borð úr kennslustofum, taflborðin eru gömul kennsluborð og grænu stólana átti Háskólinn í geymslum en þeir voru gerðir upp fyrir Stúdentakjallarann. Þau tóku sem sagt gömul húsgögn og settu í nýjan búning. Háu barstólarnir eru eins stólarnir sem eru í tilraunarstofnum í Háskólanum en þau létu smíða útfærslu af þeim, hærri og með öðru áklæði. Á meðal þess sem hafði áhrif var hollensk hönnun og horft var til flottu staðanna í Amsterdam. Þaðan kom til dæmis gróðurveggurinn stórkostlegi.

001

Uppgerðir stólar með sögu.

019

Á leirtauinu, glösunum, matseðlum ofl. eru iconar með vísunum í anatómíu, sögu og fleira án þess að vera uppáþrengjandi fyrir gesti staðarins. Þetta er skemmtileg hugarleikfimi. Allir starfsmenn eru í bol með beinagrind á eða t.d. snák sem er tákn lyfjafræðinnar. Þau fundu einning skemmtileg kvót úr sögunni sem voru sett upp á vegg en uppáhald Rebekku er „Dont let schooling interfere with your education“.

029

036

038

043

Matseðill staðarins hlýtur að vera með þeim allra ódýrustu í borginni en engir ríkisstyrkir renna til Félagsstofnun stúdenta sem rekur staðinn, það er sjálfseignarstofnun sem stúdentar við HÍ eiga.

045

Staðurinn er fyrir hugsandi fólk en nafn staðarins var tekið og búið til logo úr því. Grafískur hönnuður skipti því svona ójafnt eins og tröppur. Á staðnum er líka tröppuborð, svokallað pallborð, sem fólk getur farið uppá, dansað ef að andinn kemur yfir það eða deilt einhverju með fólki.  Um daginn sýndi háskóladansinn upp á borðinu nokkur spor og þétt var staðið á því þegar Retro Stefson spilaði. “Stúdentar leyfður sér að fara út fyrir rammann í gamla Stúdentakjallaranum og við viljum hafa það eins í dag.” segir Rebekka.

051

Rúna stílisti hannaði grindina fyrir ofan barinn sem er ótrúlega flott. Í upphafi þegar hún lýsti því sem hún sá fyrir sér þótti mönnum stundum erfitt að skilja hvað hún átti við en útkoman er æðisleg.

053

Það er hollenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í gróðurveggjum en það komu hollenskir menn og settu þetta upp. Veggurinn er með sírennsli og vökvunarkerfi er í gangi allan daginn. Á nóttunni er svo dagur hjá plöntunum en þá skína á þau hvít ljós með flennibirtu alla nóttina þar til staðurinn opnar kl 11 á morgnana. Plönturnar gefa hlýleika sem vegur á móti steypunni.

065

Við höfðum það huggulegt í Stúdentakjallaranum með vinkonu okkar Önnu Margréti sem vinnur einnig á staðnum.

073

Í stúdentakjallaranum er kvikmyndum varpað á skjá á daginn og playlistarnir sem spilast yfir daginn voru settir saman af Loga Pedro í Retro Stefson. Þeir stilltir eftir stemmningu, sumir henta betur yfir daginn en aðrir á kvöldin.

097

099

102

Það eru allir velkomnir, ekki bara HÍ–ingar en staðurinn er einnig vinsæll meðal starsfólks skólans. Það er alltaf mikið að gera og stanslaus dagskrá sem er mjög fjölbreytt enda standa stúdentarnir sjálfir að því að búa hana til. Nemendafélög skólans eru jafn misjöfn og þau eru mörg sem og dagskráin sem verður því fjölbreytt.  Nemandafélögin gera staðinn að því sem hann er. Það er búið að byggja rammann í kring en nemendur sjá um að halda uppi stemmningu og hafa komið mjög jákvæð viðbrögð við þessu fyrirkomulagi. Í fremra rými staðarins er fundaraðstaða sem enn er unnið að þar sem nemendafélögin munu geta fundað og þar eru skápar fyrir möppur og svoleiðis.  Í Stúdentakjallaranum er æðislegt að eiga huggulegar stundir eða njóta félagslífsins þar sem staðurinn iðar af lífi en dagskrá Stúdentakjallarans er hægt að nálgast á Facebook síðu staðarins.

This is Stúdentakallarinn, a place for everyone run by The Student body of the University of Iceland. Please comment or email for further information on this article. 

Myndir eftir Önnu Margréti Sigurðardóttur og mikil aðstoð fengin frá Önnu Margréti Steingrímsdóttur & Rebekku Rut Gunnarsdóttur. 

JE

Posted in DRINKS, FOOD, INTERIOR, LIFE, PEOPLE.

Tagged with , , , , .


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.