Skip to content


AFTURHVARF BY SVANDÍS GUNNARSDÓTTIR

Svandís Gunnardóttir hefur alltaf haft mikinn áhuga á fortíðinni, engu sérstöku tímabili heldur sækist hún í gamlar ljósmyndir af fjölskyldunni sinni áður en hún fæddist. Þegar hún fattaði hvernig hún gat notað þennan áhuga í að búa til föt þá varð Afturhvarf til. Svandís notar mikið blæbrigði og stemmingu ljósmyndanna sem innblástur, en þaðan kemur litapallettan í fötunum. Efnisvalið kemur að mörgu leyti frá húsgögnum sem ömmur og afar hennar hafa átt í gegnum tíðina, Svandís notaði til dæmis sófaáklæði í velúr buxur!

Svandís hefur líka gaman af búningasögunni en það má sjá tilvísun í hana í sumum flíkunum. „Þannig verður þetta allt voðalega gamaldags eitthvað“ segir Svandís sem er greinilega fær í að skapa nostalgíu liðinna ára. Hún segist þó auðvitað líka vera meðvituð um hvaða straumar eru í gangi hér og nú svo hún sé ekki alveg út á túni, en hún vill samt gera eitthvað svolítið öðruvísi og sérstakt.

Síðastliðið eitt og hálft ár hefur Svandís verið á fatiðnbraut í Tækniskólanum þar sem hún hefur fengið frábæra kennslu og hún hrósar kennurum sínum mikið en hún hefur einnig verið að vinna hjá Nostrum design þar sem hún hefur fengið góða reynslu af saumaskap og innsýn í vinnu hönnuðarins. Svandís segist ekkert vita betra en að skapa og sauma en hún er alltaf að sækja hugmyndir úr umhverfinu í kringum sig.

Áhugasamir mega endilega senda Svandísi fyrirspurnir í skilaboð á facebooksíðu hennar, eða hafa samband við hana í síma 848-7020. Við hlökkum mikið til að fylgjast með þessari yndislegu stelpu og höfum ekkert á móti því að hverfa aftur til fortíðar með henni.

//

Svandís Gunnardóttir has always been passionately interested in the past, no special era but instead she takes inspiration from old family photos from before she was born. When she realised how she could use this interest to make clothes, Afturhvaf was born. Svandís uses the color variations and mood of the pictures for inspirations, and from the photos she gets her color-palette. The fabric often comes from old furniture here grandparents have had through the years, for an example Svandís used a sofa cover to make velvet pants!

Svandís also enjoys costume history and you can see that reference in some of the clothes. “That way it all gets so wonderfully old fashioned” says Svandís that is obviously talented in creating the nostalgic feeling of passed years. She tells us she is of course following whats happening here and now so she is not completely lost, but she wants to do her own thing, something special.

The past one and a half year Svandís has been studying dressmaking in the School of design and handicraft here in Iceland where she has been taught by teachers she gives much credit. She has been working for Nostrum design where she has gotten great experience of tailoring and insight into the work of a designer. Svandís loves nothing more than creating and sewing with the inspiration she gets from everything around her.

If you are interested in her work you can contact Svandís by sending here a message on her facebook page, or through her number 00354 848-7020. We are looking forward to following the career of this great girl and we definitely like taking a trip with her to the past.

 

- EI & JE 

Posted in LIFE, PEOPLE, STYLE.

Tagged with , , , , , .


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.