Skip to content


JÚLÍANNA’S BOW-TIES

Júlíanna Ósk Hafberg er búin að vera að vinna að frábæru verkefni undanfarnar vikur, hanna og sauma ullarslaufur sem seldar verða í Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar frá og með næstu viku. Ég rak augun í þessar slaufur og setti mig strax í samband við Júlíönnu til þess að komast að fleiru um þetta spennandi framtak./ Júlíanna Ósk Hafberg has been working on something exciting for the past few weeks, designing and making wool bow-ties that will be sold at Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar starting next week.  The moment I spotted these beautiful bow-ties I got in contact with Júlíanna to hear more about this exciting ordeal. 

Júlíanna segir slaufurnar vera lítinn hluta af stóru verkefni sem hún bjó sér til fyrir rúmu ári. Hún setti þá upp persónulega bloggsíðu, tendaysaweek, sem gekk út á það að hú setti sér markmið eða verkefni á hverri “tíu daga viku”. Öll hennar verkefni hafa verið tengd hennar áhugamálum og þeirri vinnu sem hún þarf að leggja á sig til þess að komast þangað sem hana langar. Hún elskar fallegar stráka slaufur og hafði lengi ætlað sér að sauma slíkar handa vinum og fjölskyldumeðlimum. Hugmyndin af þessu verkefni kom svo eftir að hún fékk mjög góð viðbrögð við mynd sem hún lagði inn á facbook af slaufu sem hún saumaði handa pabba sínum í afmælisgjöf. Þá fór hún strax að hugsa um að sauma nokkrar og selja, en þar sem að hún er búsett í Noregi komst hún fljótt að því að það myndi ekki borga sig að selja þær sjálf þaðan því þá myndi sendingakostnaðurinn verða of hár á hverja slaufu. Þá sá hún að besti möguleikinn væri að hafa þær til sölu í búð. / Júlíanna says the bow-ties are a small part of a big project that she made for herself about a year ago. She launched a personal blog, tendaysaweek, for her to make goals and projects every “teen days a week”.  All her projects have something to do with her interests and the work she has to do to get to where she wants to be. She loves beautiful bow-ties for men and for a long time she has been wanting to make some for her friends and family. The idea came when she had a good reaction to a photo she posted on facebook of a bow-tie she made for her fathers birthday. Immediately she started thinking about sewing and selling a few, but since she is located it Norway it didn’t make sense for her to send them individually to Iceland because of the shipping cost. She realized that the best change for her was to sell them at a store. 

Júlíanna þurfti þá að stíga út fyrir þægindahringinn sinn og bjó til eina slaufu sem hún sendi af stað ásamt formlegu bréf (en formbréfakunnáttuna þakkar hún Söndru Eaton enskukennara í Verzló). Hún fékk góðar viðtökur og áður en hún vissi af sat hún heima við að fjöldaframleiða! Hún pantaði efni á netinu sem er frekar áhættusamt þar sem erfitt er að átta sig á því hversu þykk sum efnin voru og hvernig áferð þeirra var. Hún var þó nokkuð ánægð með útkomuna en undirrituð skilur það vel því þetta eru virkilega flottar slaufur. Hún ákvað að byrja lítið og kaupa ekki neina þjónustu og bjó því til kassa utan um slaufurnar og nafnspjöld til þess að hafa í botninum algerlega sjálf, ásamt því sem hún hannaði logo og setti upp heimasíðuna. Það er ljóst að hér er mjög fjölhæf og skapandi stelpa á ferð. / Júlíanna had to step out of her comfort zone when she made one bow-tie and sent it off along with a formal letter (she thanks her English teacher from Verzló, Sandra Eaton for being able to do to that). She received good feedback and before she new it she  was sitting at home sewing bow-ties by dozens! She ordered some fabric online that is rather risky considering she didn’t know how think the fabrics would be and how they would feel. She was quite happy with the result, I find that very easy to understand considering the outcome!  Júlíanna decided to start small by making her own boxes, nametags, logo and webpage. It is very clear that we are talking about a multi-talented and a very creative girl here! 

Slaufurnar eru seldar í Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar og kosta þar 6.900 kr. Í fyrstu sendingu er takmarkað magn og því mæli ég með því að tryggja sér eina fljótt. Allur ágóði sem Júlíanna fær af slaufunum fer beint í háskólasjóð Júlíönnu. Fyrir frekari upplýsingar bendi ég á heimasíðu Júlíönnu tendaysaweek en þar er einnig hægt að hafa samband við hana. / The bow-ties are sold at Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar at 6.900 isk. Get them before they are sold out, seeing as the first shipment was not very big. All the profits Júlíanna receives in sale revenue will go straight to her collage fund. For more information please go to Júlanna’s webpage tendaysaweek where you can also contact Júlíanna. 

 

Handgerðu ullarslaufurnar hennar Júlíönnu koma í fjórum litum, kamelgulum, steingráum, ryðrauðum og dökk maroon. / Júlíanna’s hand made wool bow-ties come in four colors, kamel yellow, stone grey, rusty red and dark maroon. 

 

Kamel

Maroon

 

Rust

Stone grey

 

Júlíanna, hönnuður slaufanna. / Júlíanna, the designer.

 

Fullkomið í jólapakkann! / Perfect as a Chrismas gift!

 

- JE

Posted in PEOPLE, STYLE.

Tagged with , , , , , , , , .


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.