Skip to content


REAL TECHNIQUES BY SAMANTHA CHAPMAN

Ég hélt alltaf að þegar það kæmi að förðunarburstum að maður gæti ekki keypt gæðabursta nema þeir væru sjúklega dýrir, flestir mínir burstar eru úr Mac eða Make Up Store og eins og allir vita eru þeir ekki gefins. Þegar ég var í New York greip ég tækifærið og ferðaðist 15 stopp með lest í úthverfi Brooklyn í moll sem heitir Rego Park því að þar var Ulta búð sem ég vissi að seldi Real Techniques bursta. Ég hafði heyrt um þá í gegnum Youtube og allir lýstu þeim sem bestu burstum sem þeir höfðu prófað. Burstarnir eru seldir í settum, “Travel Essentials”, “The Core Collection” og “Starter Kit”, og með hverju setti fylgir burstaveski en einnig er hægt að kaupa þá sér. Ég ákvað að skella mér á “Travel Essentials”-settið því að í því voru tveir burstar sem ég hafði heyrt mestu hrósin um. Í mínu setti voru “Essential Foundation Brush”, “Multi Task Brush” og “Domed Shadow Brush” og ég er ástfangin af þeim öllum. Hárin eru ekki ekta en það gerir það að verkum að það er hægt að nota þá bæði í vökva og púður farða. Ekki nóg með það að þessir burstar séu það besta sem ég hef prófað heldur þá voru þeir líka hræódýrir, keypti sett af þremur burstum í Ulta á 18 dollara, undir 2.500 ISK! Ég sé bara eftir að hafa ekki keypt fleiri!

I always thought that when it came to buying makeup brushes you couldn’t get quality brushes unless they were expensive, most of my brushes are from Mac or Make Up Store and as all of you may know they don’t come for free. When I was in New York recently I travelled 15 stops with the subway to a mall called Rego Park because I knew they had an Ulta store which I knew sold Real Techniques brushes. I had heard about them on Youtube and everybody spoke so highly about them saying they were the best. The brushes are sold in sets, Travel Essentials”, “The Core Collection” and “Starter Kit”, and with every set comes a brush case but you can also buy the brushes one. I decided to go for the “Travel Essentials”-set because it had 2 of the brushes I had heard most compliments about. In my set were the “Essential Foundation Brush”, “Multi Task Brush” and the “Domed Shadow Brush” and I am in love with all of them. The hairs are synthetic but that makes the brushes perfect for both liquid and powder products. Not only that the brushes are extremely good but they were very cheap too, got a set of 3 brushes from Ulta for 18 dollars, under 2.500 ISK! I only regret not buying more of them!

 

Multi Task Brush – Þennan nota ég í bæði krem og púður sólarpúður og kinnaliti, hann er líka fullkominn í lausa púðrið!/
Multi Task Brush – This one I use for both cream and powder bronzers and blushes, it’s also perfect for loose powder! 

Domed Shadow Brush – Þessi er fullkominn bæði í augnskugga og hyljarann, ég er stanslaust að þrífa hann og skipta á milli, vantar annan!/ Domed Shadow Brush – This one is perfect for both eyeshadows and concealer, I’m constantly cleaning it and switching it up, I need another one! 

Essential Foundation Brush – Þessi finnst mér snilld bæði í meikið og í hyljarann! / Essential Foundation Brush – This one I love for both foundation and concealer!

Vildi óska að þeir væru til sölu hérna á Íslandi, en annars er hægt að panta þá á Amazon! / I only wished they were available in Iceland, but you can order them from Amazon!

Burstarnir eru hannaðir af Samantha Chapman sem er makup-artist frá Bretlandi. Hún heldur uppi Youtube síðu með systur sinni, Nicola Haste (Chapman) sem er líka makeup-artist, sem heitir Pixiwoo, þær eru algjörir snillingar og ég get játað það að hafa lært mikið af þeim. Þær eru líka með beauty-blogg sem er hægt að skoða hér. Ég hef áður fjallað um systurnar ásamt fleiri flottum Youtube-urum en þið getið lesið bloggið hér.

The Brushes are designed by Samantha Chapman who is a British makeup-artist. She has a Youtube page with her sister, Nicola Haste who is also a makeup-artist, called Pixiwoo, they are absolutely brilliant at what they do and I can say for sure that I have learned very much from watching them. They also have a beauty-blog you can follow here. I have written about them before along with more Youtubers and you can read that here.

-EI

Posted in BEAUTY, MAKEUP.

Tagged with , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , .


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.