Skip to content


BED HEAD

Í gegnum árin hef ég alltaf haldið uppá hárvörurnar frá Bed Head og þá sérstaklega Sjampó og næringu sem heitir Dumb Blonde, Afterparty mýkingarkremið og hárspreyjið Masterpiece. Þegar ég kom við í fríhöfninni áðan fyllum við ekki bara á barinn okkar heldur keyptum líka 2 vörur frá Bed head, Hard Head hárspreyjið og sjampóið Re-Energize.

Through the years I have loved the hair products from  Bed Head, specially the shampoo and conditioner Dumb BlondeAfterparty softening cream and the hairspray Masterpiece. When we stopped at the duty free store today we didn’t only fill up our bar, we also got 2 products from Bed head, Hard Head hair spray and Re-Energize shampoo.

20121014-230137.jpg

Re-Energize er sjampó sem ilmar svolítið eins og fersk epli og sítróna að mínu mati. Það er sagt vera fullkomið fyrir venjulegt hár sem þarf smá hressingu til þess að nota dags daglega. Mottó þess er Work hard, play hard (sem er mitt lífsmóttó) en það gefur raka, styrk og lætur hárið glansa að nýju. Ég hlakka til að komast að því hvort það mun hafa þessi áhrif á mig en reynslan og Edda segir mér að hægt sé að treysa þessu en hún alveg elskar þetta sjampó.

Re-Energize shampoo smells like fresh apple and lemon in my opinion. It is said to be perfect for normal hair that needs a daily pick-me-up. They say it puts your hair back to normal with a hydrating, strengthening & shine-enhancing shampoo. The motto is work hard, play hard (my life motto). I can’t wait to see if it has that affect on me but my experience with Bed head and Edda says I can trust this shampoo because she is completely in love with it.   

20121014-230130.jpg

Hard Head er með frískandi ávaxtalykt en heldur virkilega vel án þess þó að hárið verði gerfilegt viðkomu. Olga Helena vinkona mín kynnti mig fyrir því en hún notaði það á mig þegar hún gerði krullur í hárið á mér en þær voru fallegar allt kvöldið. Masterpiece spreyjið er meira í því að gefa glas svo það er gott að eiga þetta líka þegar maður ætlar að gera einhverja alvöru hárgreiðslu sem á að halda.
Hard Head has a refreshing fruity smell that gives a good hold without giving a tacky texture. My friend Olga Helena used that on me when she curled my hair and it lasted the whole night. The Masterpiece is more of a shine spray so it’s good to have this one as well when you need a good hold. 

20121014-230123.jpg

- JE

Posted in BEAUTY.

Tagged with , , , , , , , , , .


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.