Skip to content


SUZIE Q

Einn kaldann eftirmiðdag núna í vikunni kíktum við á flottan verslunareiganda á Ingólfsstræti sem opnaði nýlega búðina Suzie Q. Gulla heitir konan og er þrítugt glæsikvendi. Við spurðum hana spjörunum úr og vitum nú mun meira um hana en fyrir heimsókn okkar í búðina sem er í alvörunni böðuð dýrðarljóma. Hennar helsta áhugamál er rekstur búðarinnar sem kannski við mátti búast en það sem var óviðbúið er ást hennar á lestri og þá sérstaklega glæpasögum en hennar uppáhalds er Skuggar Vindsins. Fyrir þá sem eru spenntir um frekari starfsemi Gullu þá er hún að svo stöddu að skrifa eina slíka en lofar þó ekki að bókin nái á jólabókaflóðið í ár. Hinsvegar er nóg af jólagjöfum í búðinni svo það þarf enginn að örvænta. Þegar við spurðum Gullu hver hugsjónin væri á bakvið SuzieQ voru svörin skýr. Hún lagði upp með frá byrjun að hafa vörur fyrir brjálæðislega breiðan markhóp, allt frá þessari venjulegu götutísku upp í fínni flíkur. Það á ekki að skipta máli hvort þú ert 15 ára eða 60 ára. Maður hefði haldið að búð sem er með svona mikið úrval af flottum vörum væri líka dýr en svo er raunin ekki. Gullu finnst mikilvægt, sérstaklega á tímum sem þessum, að halda verðinu viðráðanlegu. Við kunnum vel að meta þetta en það þurfti bara eina heimsókn til að við getum með vissu sagt að við verðum traustir viðskiptavinir um ókomna tíð.

Þegar við ræddum um útlit búðarinnar sagði hún að það væri ekki neitt sem hefði veitt henni innblástur. Númer 1, 2 og 3 var að hafa búðina ólíka öllum öðrum, ekki mótaða eftir einhverju heildarlúkki heldur að hver og einn hlutur væri einstakur. Þessi blanda af ótrúlega flottri verslun og ódýrum vörum er lykillinn að fullkomnum verslunarleiðangri. Það skiptir hana máli að geta gefið nýjum hönnuðum tækifæri sem er eitthvað sem henni hefur fundist vanta á Íslandi. Hún er nú þegar að selja skartgripi eftir Tinnu og Saló sem þið verðið að kíkja á. Gulla fer tvisvar í mánuði út að versla fyrir búðina en það er hennar markmið að panta frekar lítið af hverju og vera þar af leiðandi alltaf með nýjar vörur. Henni finnst tískan á Íslandi mjög skemmtileg hjá báðum kynjum en finnst þó sérstaklega gaman að fylgjast með strákunum sem greinilega eru byrjaðir að fylgjast mun meira með tísku en áður. Hún hefur virkilega gaman af því hvað margir Íslendingar eru ófeimnir við að þora þegar kemur að fatavali.

Gulla er að reka búðina með kærastanum sínum Magga og að sjálfsögðu urðum við að spurja hvernig væri að vinna svona mikið með honum. Gulla: “Það gengur ótrúlega vel að vinna með honum miðað við hvað við erum mikið saman, auðvitað er það erfitt og ég er búin að þurfa að vera ofboðslega þolinmóð. Ég er nokkrum sinnum næstum því búin að drepa Magga og grafa hann fyrir aftan! En á þeim stundum verður maður bara að fara út og kaupa sér kaffi”. Fyrir Magga er þetta algjörlega nýr vettvangur en það virðist ekki skipta miklu máli þar sem að herrafötin í versluninni eru stórglæsileg sem hann valdi sjálfur í verslunarferð um daginn. Maggi var einmitt einn í búðinni um daginn þegar indæll útlendingur kom við og mátaði stóran hluta búðarinnar og keypti svo tvo boli. Það tók hann smá tíma að ganga frá eftir gestinn og sagði hann Gullu frá þessari heimsókn. Svo þegar hann rak augun í DV nokkrum dögum seinna hrópaði hann “þetta er hún!!!” og benti þá á stórleikkonuna Emmu Watson. Ætli stórstirninu hafi ekki bara þótt það fínt að vera nafnlaus þennan dag í SuzieQ.

Gulla endaði á því að segja okkur hvernig það varð að því að hún opnaði eigin verslun. Gulla: “Ég hugsaði þetta, ákvað þetta og sagði upp í vinnunni daginn eftir og svo bara FOOOKKK”, áður starfaði hún sem einn af rekstrarstjórum tískufyrirtækisins NTC. Gulla: “þetta var stór ákvörðun en ég er ógeðslega glöð, I love my life”.

 

We went to see Gulla, a store owner at Ingólfstræti down town Reykjavík on a windy afternoon this week. Her new store, Suzie Q is quickly becoming one of the most talked about boutiques in Reykjavík for it’s cool vibe and affordable price. Gulla’s main interest is running the store and reading criminal stories and her secret hobby is writing one of her own. She wants everyone to be able to find something for their liking, no matter how old they are. She also offers young Icelandic designers jewelry that you have to be sure to take a look at.  When she designed the store she didn’t want to follow any rules, she just wanted Suzie Q to be Suzie Q.  She runs the store with her boyfriend Maggi that is new to the fashion world but has no problem picking out the good looking clothes the store has to offer men. Just the other day he assisted Emma Watson when she came into the store, not knowing who the superstar was only recognizing her a few days later from a magazine.  Before they started Suzie Q Gulla was in an managing position at NTC, a large fashion company in Iceland. She got the idea for the store and quit her job the next day. Regretting nothing Gulla is happy with her decision, “I love my life!” 

 

Gulla við uppáhaldshlutinn sinn í búðinni, afgreiðsluborðið. / Gulla at her favorite thing in the store. 

Uppáhalds borg Gullu er París. / Gulla’s favorite city is Paris. 

Partý-grís. / Party pig.

Jóhanna þráir þessar töskur ! / Jóhanna is obsessed with these bags! 

Fallegu herrafötin. / The beautiful menswear. 

Fáránlega flott veski á ótrúlegu verði. / Perfect bags at incredible price.  

Við meigum búast við netverslun frá Suzie Q. / We can expect an online store form Suzie Q. 

Photographer: The talented Anna Margrét Sigurðardóttir.

 

- JE & RMD

Posted in LIFE, STYLE.

Tagged with , , , , , , , , , , , , , , .


2 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.

  1. Margrét says

    Geggjuð búð! :)

  2. Hanna Lilja says

    Skemmtileg umfjöllun um SusieQ. Ég get ekki beðið eftir að kíkja!Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.