Skip to content


NEW YORK – ANY TIPS?

Núna er loksins komið að því að ég fari til New York en ég er að fara núna á fimmtudaginn 6. sept. Ég pantaði ferðina fyrir um 2 mánuðum og það er búið að vera ekkert lítið erfitt að bíða svona lengi! Er að fara gista í Brooklyn en það er stutt í lestina yfir á Manhattan sjálfa. Skemmtileg en á sama tíma slæm tilviljun er að New York Fashion Week er í gangi akkurat þessa viku en það slæma er að ekkert var um ódýra gistingu á Manhattan, en Brooklyn er líka næs! Ég hef einu sinni áður farið til New York en ég var ekki nema 15 þá og held að ég eigi eftir að njóta borgarinnar betur í þetta skiptið, og ekki skemmir að ég verð nýorðin 21. árs (5. sept)! Ég væri samt endilega til í einhver tips frá ykkur sem hafa farið, hvar er best að borða, versla og jafnvel fara út á lífið? Endilega skilja eftir ábendingar hérna fyrir neðan!

Now it’s finally time for me to go to New York but I am going this Thursday the 6th of September. I ordered this trip about 2 months ago and it’s been extremely difficult to wait for so long! We are going to be staying in Brooklyn, but it’s only a short train-ride to Manhattan itself. New York Fashion Week is the same week but that means there was no cheap accommodation in Manhattan, but Brooklyn is also great! I’ve been once before  but I was only 15 then and I think I will enjoy the city better this time, plus I will have just turned 21(September 5th)! I would really love some tips from all of you who have been to New York City, where to eat, shop and where is the best night-life? Feel free to leave comments here below!

Hlakka svo til! /So excited!

-EI

Posted in LIFE, TRAVEL.

Tagged with , , , , , , , .


6 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.

 1. Agata says

  Þetta blogg var alveg kærkomið :) er að fara þangað einmitt í þessum mánuði í fyrsta sinn og ég er að missa það ég er svo spennt!

  • admin says

   Vá en gaman, væri til í að upplifa þetta í fyrsta skiptið aftur! Kannski ég riti niður hvar mér fannst skemmtilegast að borða/versla/skemmta mér í New York blogg :)
   -Edda

 2. Anna says

  Ellen stardust diner – mjög fínn diner sem starfsfólkið er allt að bíða eftir að komast í Broadway show svo að þau syngja allan tímann einhver lög.. ótrúlega skemmtileg stemming :) Líka mjög gaman að fara til SoHo og versla þar

  • admin says

   Já erum mest búnar að versla í Soho, flottustu búðirnar! – Edda

 3. Íris Björk says

  Burger Joint (eins og búllan hérna heima, falinn í lobbýinu á mega fínu hóteli), Shake Shack, Grimaldis Pizza eru svona casual út að borða svo eru Spice Market, Pastis og Tao – allt mjöööög vinsælir og fínir veitingastaðir þar sem stjörnurnar láta gjarnan sjá sig ásamt því að hafa verið notaðir í þáttum eins og sex and the city o.s.f.v. Það eru líka svona comedy club barir / staðir á Times Square sem eru víst mjög skemmtilegir, Beauty Bar er skemmtistaður sem er svoldið fínn og gaman að fara á og ef þið hafið áhuga á að fara á rooftop bar þá er einn beint á móti Pastis, svo annar hérna http://www.230-fifth.com/ þar sem maður fær teppi og getur sitið út á verönd með klikkað útsýni og kokteil! Svo bara allt það helsta eins og Brooklyn Bridge, Empire State, Ground Zero þar sem twin towers voru (þarf að panta fyrirfram), Times Square, Brodway, Rockefeller Center, China Town, Shoho, Central Park, 5th Avenue, Staten Island ferry sem er með ókeypis ferðir á milli og þá sér maður frelsis styttuna án þess að borga morð fjár í bátsferð, Wall street o.s.f.v. Svo eru miðasölubásar annars vegar á Times Square og einhverstaðar nálægt Wall Street (miklu minni röð) þar sem hægt er að fá Brodway show og kaupa miða á miklu lægra verði. Ég og vinkona mín fórum í svona SATC túr sem kostaði e-ð um 50 $ algjörlega þess virði og fannst það geðveikt gaman, mæli hiklaust með því ef þið eruð fans http://www.screentours.com/tour.php/satc/

  Annars bara góða skemmtun!
  Kv. Ein NY sjúk :)

  • admin says

   Úúú takk! Við fórum í SATC túrinn í gær og hann var snilld! Must fyrir fans! -EddaSome HTML is OK

or, reply to this post via trackback.