Þegar Jóhanna flutti í miðbæinn fékk hún sér æðislegt snyrtiborð og ég er búin að vera öfundsjúk síðan. Ég tók mig svo til í dag, gerði pláss fyrir borðið, brunaði í IKEA og setti það saman. Eins og glöggir hafa mögulega áttað sig á þá fæst það í IKEA, það kostar 19.950 kr. og hægt er að sjá það hér. Núna get ég alltaf verið sæt og fín, weei!
When Jóhanna moved down town she got herself a great table for her makeup and I’ve been jealous ever since. Today I made some room for the table, went to IKEA, bought it and voila! It costs about 160 $ and you can see it here!
Get loksins notað þennan fína fína Eames DAR stól í eitthvað sniðugt. / Can finally use my favorite Eames DAR chair for something cleaver.
MAC <3
- RMD
Vá hvað þetta er fínt hjá þér og stóllinn er auðvitað geggjaður!
En smá útúrdúr þar sem ég sé að þú ert með alla þessu fínu Mac bursta.
Mig langar svo að spurja ykkur allar…hvaða meik bursti finnst ykkur vera bestur ?
Bestu kv. Sólveig Björg
Takk kærlega fyrir Sólveig
Ég persónulega hef notað númer 187 í nokkur ár, frekar stór svona duo fibre bursti sem ég veit að margir nota og er mega fínn. Ég keypti mér samt núna nýlega bursta sem er einnig frá MAC, númer 130 (líka duo fibre). Hann er mun minni, með styttri hár og alveg flatur. Maður nær að stjórna öllu rosalega vel með honum og ég nota hann líka stundum í hyljara. Verð að segja að ég fýla þann bursta mun betur en hinn og mæli alveg 100% með honum! Svo klárlega 130 að mínu mati!
- Rakel Matthea
Ég hef líka notað 187 frá MAC í nokkur ár en ég nota hann en í þynnri meik og sólargel. Hinsvegar keypti ég þennan: http://www.sephora.com/classic-mineral-powder-brush-45-P255416 bursta í Sephoru sem ég nota í þykkari meik (NARS) þó hann sé ætlaður fyrir mineral púður, ég fæ mig ekki til þess að fylgja reglum um hvaða bursti fer í hvað
!
Annars myndi ég vilja eignast 130 frá MAC sem Rakel mælir með og því dreg ég ekki úr niðurstöðu hennar að 130 ættu að vera meðmælin okkar!
Gangi þér vel að velja!! xo, Jóhanna
Vá flott Rakel mín og hvað þá stóllinn draumur í dós
Takk elsku Sólveig! x – RMD
Flott blogg!
Hvar fékkstu boxin í skúffuna? mega sniðugt:)
Takk fyrir
En boxin fékk ég í IKEA fyrir svolitlu siðan!
x – RMD
Sólveig Björg
Takk svo mikið fyrir svörin
Ég keypti mér 188 frá Mac á afsláttar dögunum hjá þeim um daginn og verð að segja fyrir
mitt leyti að ég fíla hann alls ekki nógu vel, hann fer eitthvað ferlega í taugnarnar á mér.
Prufa 130 næst, takk!
Bestu kv. Sólveig Björg
Bara til að endurtaka það sem Rakel og Jóhanna sögðu þá nota ég líka mac 187 og mac 130 til skiptis, ég á líka sephoru burstann og finnst hann líka góður í meik, og eins og Jóhanna þá nota ég burstana sjaldnast í réttum hlutverkum!:) -Edda
Mjög flott borð! og mac er best