Í morgun lögðum við af stað í vinnunna klukkan hálf sex eins og aðra morgna í leiðinda kulda. Þegar vaktin var búin kl 11 var hins vegar steikjandi sól svo að sjálfsögðu fórum við beint á ströndina og skemmtum okkur fram á kvöld og fórum bara heim til þess að elda kvöldmat með Daða vini okkar. Núna erum við sólbrenndar og sælar og vonum að við munum geta átt sem flesta svona daga í sumar.
When we went to work this morning half past five like every other morning the weather was freezing cold. When our shift was finished at 11 the weather had changed for the better and the burning sun made us want to go straight to the beach. We had fun there the whole day, only coming home to make dinner with our friend Daði.
Við kældum okkur niður í sjónum. / We cooled down in the sea.
Frumlegu bækurnar okkar. / Our original books.
Við keyptum okkur þessi himnesku jarðaber. / We got those yummi strawberries.
Þessi fékk að koma með í sjóinn. / This one got to play in the sea.
Réttur kvöldsins, Spaghetti bolognese a la Daði. / The dish of the evening, Spaghetti bolognese a la Daði.
- JE
Hvar eru þið að vinna? : ) og væru þið nokkuð til í að búa til einhverskonar köben guide, bara hvar eru bestu djammstaðirnir, hvar maður á að versla og hvað er skemmtilegt að gera í Köben? er nefnilega að fara til Köben
og hvað er aldurstakmarkið inná staðina, er ekkert vesen að komast inn?
Við erum að vinna við að þrífa í ráðhúsinu 6-11 á morgnanna, frekar fínt og gott að fá borgað á þessu gengi
Við skulum að sjálfsögðu búa til köben guide, frábær hugmynd! Við erum tvítugar og höfum enn ekki verið spurðar um skilríki en við skulum spurjast fyrir hver aldurinn sé. Hvenær kemurðu til köben Anna svo við vitum hvenær guide bloggið þarf að vera tilbúið? x, je
Ég kem til köben á mánudaginn :), en hvernig fengu þið vinnuna í ráðhúsinu?
Við munum pósta guide bloggi áður en þú ferð út!
Við skulum útskýra í emaili með vinnuna. x
Ég náði ekki að fínpússa bloggið í kvöld en til þess að þú fáir upplýsingarnar áður en þú ferð út sendi ég þér þær á emailið þitt, allt sem okkur finnst skemmtilegast að gera hérna, borða, djamma,versla og gera
Vonandi verðurðu ánægð með það en ég pósta svo blogginu um leið og það er birtingarhæft ! Njóttu þín í Köben
x, -JE
Ég er að fara út á föstudaginn, geturu nokkuð sent mér þetta líka ?
Já sjálfsagt mál Hildur!
Geturu sent mér þetta líka?
Já ekkert mál Auðbjörg ! geri það
x -JE
Nenniði líka að senda mér um vinnuna í emaili?
Já ekkert mál
-je