Skip to content


NEW IN – NAILPOLISH

Þessi standur var meðal þess sem Rakel gaf mér í tvítugsafmælisgjöf í fyrra en hann er ótrúlega sniðugur til þess að geyma naglalökk, fær mig alltaf til þess að brosa! Ég hef líka notað hann fyrir cupcakes en ég held að Urban Outfitters hafi ætlað hann til þess svona í flestum tilfellum. Það er líka hægt að snúa við plötunum og þá er munstur í öðrum litum hinumegin, skemmtilegt að geta breytt til…

This stand was among the things Rakel got me for my 20th birthday last year and I love using it for my nailpolishes. I have used it for cupcakes aswell but I think that is what Urban Outfitters meant it for. You can flipp the cardbords to see another pattern, it’s fun to be able to change it up..

Efst geymi ég nýjustu naglalökkin / on top I put my newest ones. 

Fjólublátt neon naglalakk frá American Apparel. Það er frábært í alla staði! auðvelt að setja það á, endist lengi og liturinn er bjartur og flottur. Ég vissi að þetta myndi ekki klikka þar sem ég á neon naglalökk frá American Apparel í gulu, bleiku og appelsínugulu / Purple neon nailpolish from American Apparel. It’s great in every way. Easy to apply, long lasting and the color is bright and fun! I new this one was gonna be good because I have other neon American Apparel polishes in yellow, pink and orange. 

ljóst- og glimmer naglalakk frá H&M. Maður kaupir þessi því þau eru ódýr og það er gaman að fá sér eitthvað nýtt. Það hvíta er frekar þunnt en fallegt og endist ágætlega. Glimmer naglalakkið er mjög flott yfir hvaða lit sem er en með því að setja glimmer yfir ertu komin með alveg nýtt lakk! Það er hægt að stjórna því ágætlega hvað þú vilt fá mikið af glimmerflögum á neglurnar. /off- white- and glitter nailpolish from H&M. You buy these because they are cheep and it is fun to get something new. The light one is rather thin but it last ok. The glitter one is good for putting glitter over any other nailpolish and giving it a new twist, fun for summer! 

Al fredo frá MAC. Því er lýst sem “bright acid green” en stóðst alls ekki væntingar. Það er mjög blautt og þunnt og rennur auðveldlega til. Liturinn er líka mjög gulur sem er alls ekki lookið sem ég var að sækjast eftir. Mesta eftirsjáin af þessum kaupum. / Al fredo from MAC. It is described as “bright acid green” but is nothing like it.  It is very wet and thin which makes it hard to control.  The color is rather yellow which is not what I was going for. The biggest regret of my new nailpolishes. 

Þekjandi hvítt lakk og rauð-appelsínugult frá American Apparel. Þessi tvö eru frábær. Það hvíta er þekjandi og auðvelt að setja það á (eins og öll American Apparel lökk) og það rauða er mjög bjart og liturinn kemur svolítið óútskýranlega á óvart. Mæli með þessum! / Thick white and red-organge nailpolishes from American Apparel. These two are great. The white glides on and is very easy to use (like all American Apparel nailpolishes) and the red one is very bright and surprisingly vivid. Recommend these! 

 

-JE

Posted in BEAUTY, INTERIOR, STYLE.

Tagged with , , , , , , , , , , , , , .


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.